08.02.1944
Efri deild: 8. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (127)

17. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Bernharð Stefánsson:

Hv. frsm. fjhn. er lasinn og vildi helzt hlífast við að koma á fund. Bað hann mig að afsaka það og jafnframt að geta þess, sem nál. á þskj. 34 ber reyndar með sér, að fjhn. hefur athugað málið og leggur til, að það verði samþ.

Þetta frv. er þess efnis að framlengja þær heimildir, sem um getur í frv., til loka þessa árs. En svo stóð á, að þessar heimildir féllu niður um síðustu áramót, — heimildir, sem tilgreindar eru í l. nr. 98 frá 9. júlí 1941, til ráðstafana og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna. En þetta frv. fer fram á, að l. skuli koma í gildi af nýju.

Það er svipað að segja um þetta frv. og það, sem var á dagskrá næst á undan, að síðasta Alþ. gekk ekki frá að framlengja heimildirnar. Það lá fyrir þingi, en þingslit voru ákveðin, og þótti ekki taka því að fara að framlengja þ. vegna þessa máls.

Eins og frv. kemur frá Nd., er tekið fram, að þetta skuli gilda „af nýju, frá 1. janúar 1944“ og til loka þessa árs.