17.01.1944
Neðri deild: 3. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (144)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (JörB):

Ég hefði mjög gjarnan viljað, að unnt hefði verið að kjósa n. nú, svo að hægt hefði verið að vísa frv. til hennar á þessum fundi, en nokkrir hv. þdm. eru nú fjarstaddir. Ég óska eftir listum, en mun fresta kosningunni, ef svo margir verða tilnefndir, að leynileg kosning þarf að fara fram.