09.03.1944
Efri deild: 26. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 939 í B-deild Alþingistíðinda. (1502)

66. mál, barnaspítali

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. — Eins og þessari hv. d. er ljóst af þeirri ræðu, sem hæstv. fjmrh. flutti hér við síðustu umr. þessa máls, lítur hann svo á, að það sé mjög óvanalegt og óeðlilegt, að heimild sú, sem um getur í frv., væri samþ. eins og þar er komizt að orði, með því að svo gæti farið, í sumum tilfellum a.m.k., að með því væri raunverulega verið að gera einstökum gjaldendum kleift að ráðstafa fé, sem ríkissjóður annars ætti að fá. Hæstv. fjmrh. lítur svo á, eins og ég áðan sagði, að þetta sé mjög óvanalegt og tæplega rétt að gefa svona ótakmarkaða og almenna heimild sem þessa. Með það fyrir augum, hvað þetta gæti orðið óhentugt, er þessi brtt. borin fram, að takmarka gjöfina við 25 þús. kr.

Ég vil mælast til þess við hv. deild, að hún fallist á þessa brtt.