13.12.1944
Efri deild: 87. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1052 í B-deild Alþingistíðinda. (1906)

115. mál, laun háskólakennara Háskóla Íslands

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. — Ég hygg, af þeim umr. og ummælum, sem farið hafa fram um þetta frv. um stöðu Sigurðar Nordals í háskólanum, hvaða breyt. það mundi hafa í för með sér, — að það sé rétt, sem hæstv. fjmrh. hélt fram í ræðu sinni, að það sé ekki tilætlunin, að bætt verði við nýju embætti vegna samþykktar þessa frv. Því að ég hef beinlínis spurt að þessu einn af áhrifamönnum í háskólaráði, sem stendur að þessu frv., og sagði hann mér, að svo væri ekki.