28.11.1944
Neðri deild: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (2521)

119. mál, áburðarverksmiðja

Frsm. (Jón Pálmason):

Ég sé ekki ástæðu til að fara lengra út í ágreininginn. Ég vildi gjarnan vona, að þetta væri svo arðvænlegt sem hann álítur, en í máli sem þessu dugir ekki að byggja á óskum og vonum, heldur nákvæmum útreikningum og rannsóknum, en þær liggja ekki fyrir. Hv. form. n. segir, að þetta tefji ekki raforkumálið, en þó mun þetta verða svo dýrt, að ekki verður hjá því komizt, að það ráði nokkru um framkvæmd raforkumálsins. Og eigi ég sem sveitamaður að velja um, hvort koma eigi, rafmagnið eða áburðarverksmiðja, þá kysi ég heldur rafmagnið. Það má eðlilega vinna að framgangi þessa máls, en ég sé ekki ástæðu til, að verksmiðjustjórnin sé kosin að svo stöddu, þar sem ríkisstj. hefur nógu liði á að skipa og ný n. þarflaus með öllu.