05.02.1945
Efri deild: 118. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (2555)

119. mál, áburðarverksmiðja

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Mér virðist, að dm. standi saman um þá skoðun, að nauðsyn og gagnsemi þessa máls sé mikil. Meiri hl. telur málið stórvægilegt og líklegt til að verða lyftistöng fyrir landbúnaðinn, ef það kemst í framkvæmd. Auk þess getur það haft miklar afleiðingar út fyrir þann atvinnuveg. Ég vil leggja áherzlu á, að undirbúningi verksins verði lokið svo snemma, að vinna geti hafizt að hausti eða hitt vorið.

Meiri hl. vill fela nýbyggingarráði málið, en ég hélt, að nýbyggingarráð hefði nóg á sinni könnu, eftir hinni miklu stefnuskrá stj. að dæma.

Ég tel, ef fram kemur við reynsluna, að l. geti ekki í alla staði haldizt eins og frv. nú er, að þá megi breyta þeim. Það hefur þá fyrr verið gert um l., þótt þau væru ekki gömul.

Ég get gert ráð fyrir, að stefna meiri hl. verði ofan á í deildinni og að dagskrártill. verði samþ. Við höfum því þrír þm., við hv. 1. þm. N.-M. og hv. þm. Barð., borið fram brtt. um, að í stað orðanna „og leggi síðan fyrir Alþingi frumvarp“ komi: „og leggi síðan fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp.“

Við höfum allir hug á að hraða málinu, og vil ég ekki tefja tímann með því að tala meira um það, en vil afhenda hæstv. forseta þessa skriflegu brtt.