12.12.1944
Efri deild: 86. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (3087)

214. mál, útsvör

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil taka það fram, að mér finnst undarlegt, ef flýta skal svo afgreiðslu þessa máls sem hér er lagt til. Sú athugun, sem fram hefur farið á þessu, er einungis af hendi annars aðilans, og þá á hinn aðilinn eftir að rannsaka það. Ég legg því til, að frv. þetta verði sent Vinnuveitendafélagi Íslands til umsagnar. Hér er verið að leggja allþungar skyldur á herðar atvinnurekendum, sem krefjast mikils starfs og geta auk þess valdið deilum milli vinnuþiggjenda og veitenda.