07.02.1945
Efri deild: 120. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (3678)

128. mál, búnaðarmálasjóður

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Herra forseti. — Ég er dálítið undrandi yfir því, að stuðningsmenn þessa frv. skuli vilja stofna því í hættu með því að láta það fara fyrir Sþ. Ég hygg, að ótti þeirra sé ástæðulaus. Það er lítil hætta á því, að landbrh. færi að stöðva fjárveitingar og setja sig á móti búnaðarþingi í þeim efnum, og því ekki líkur til, að hann mundi oft neyta þessa valds.

Ég er því á móti því að stofna málinu í hættu af eintómum hégóma.