19.01.1945
Efri deild: 106. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1486 í B-deild Alþingistíðinda. (4120)

24. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. — Út af fram kominni brtt. vil ég samt sem áður lýsa yfir. að ég óska þess, að fyrri liður brtt. minnar verði borinn upp, en verði hann felldur, vil ég til samkomulags verða með í því, að hin skrifl. brtt. verði samþ. og annar málsliður þá þannig borinn upp.

Ég sé ekki ástæðu til þess að lengja þessar umr. um það atriði. En ég vil aðeins óska þess, að hv. þm. Str. vildi láta taka þessa ræðu sína á plötu til þess að geta látið jórtra hana hér í d., hvaða mál sem hann ræðir um, svo að menn viti. hvernig hann talar, þegar hann hefur hvorki vit, sanngirni né þekkingu til þess að halda áfram að ræða um sjálf málin.