07.03.1944
Sameinað þing: 27. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í D-deild Alþingistíðinda. (4276)

29. mál, Suðurlandsbraut um Krýsuvík

Frsm. (Helgi Jónasson):

Herra forseti. — Það er búið að ræða mál þetta mikið hér, og skal ég því ekki fara mörgum orðum um það. Það eru aðeins tvær brtt., sem ég vildi athuga dálítið. Sú fyrri er frá hv. þm. Barð., og vill hv. þm. ekki, að þessi fjárhæð verði tekin á fjárl. Ég skil ekki, hvers vegna hann hefur á móti því, og vænti ég, að um engin þingsafglöp sé að ræða, þótt upphæðin yrði tekin á fjárl. Býst ég við, að formaður n. sé næg trygging fyrir því, að þetta séu ekki þingsafglöp.

Hin brtt. er frá hv. 2. þm. N.-M. Mér þykir miður, að hún skuli hafa komið fram, af því að fullt samkomulag var komið á í n. En hann hefur kannske ekki vitað um það. — Vil ég fara fram á, að hv. þm. taki þessa till. aftur. Geri hann það ekki, legg ég til, að hún verði felld.