10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 253 í D-deild Alþingistíðinda. (4403)

41. mál, samgöngubætur frá Reykjavík austur í Ölfus

Sigurður Bjarnason:

Ég fagna því, að hv. n. er ekki á móti því, að sérfróðir menn séu skipaðir í mþn. Ég tek það þannig, að það hafi þá ekki verið tekin nein afstaða gegn þeirri till., að n. sé skipuð 3 sérfróðum mönnum. Hitt er ekki rétt hjá hv. 7. þm. Reykv., að við viljum hafa sama hátt á og farið er fram á í till. Við álítum, að heppilegast sé að fela þetta 3 sérfróðum mönnum. Það má segja, að slíkt sé ekki samkvæmt áliti þeirra manna, sem helzt vilja engar nefndir, en úr því að til þessa þarf menn, þá er betra, að þeir séu sérfróðir en ófróðir.