10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í D-deild Alþingistíðinda. (4467)

72. mál, læknishéruð

Helgi Jónasson:

Herra forseti. — Þegar ég athuga þessa till., finnst mér ekki þurfa að taka nema einn lið hennar til athugunar, og það er skipun læknishéraðanna. Í till. er þetta gert á þann hátt, að ekki er tryggt, að læknar fáist fyrir það út um sveitir landsins. Reynslan er sú, að í sumum þeim héruðum, sem nú standa auð, hefur verið mjög sæmilega búið að læknum. Það er ekki það, sem þarf að athuga, heldur vildi ég koma með brtt. um það, að starf n. verði miklu víðtækara en það er og sérstaklega verði athugað það vandamál okkar, að læknar vilja helzt hvergi vera nema í þéttbýlinu. Einnig þarf að sjá til þess, að þeir geti átt þess kost að fara utan með sæmilegum kjörum o. s. frv. Vænti ég þess, að sú breyt. verði samþ., og tel ég þá, að verksvið n. verði eins og það á að vera.