10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í D-deild Alþingistíðinda. (4468)

72. mál, læknishéruð

Eysteinn Jónsson:

Ég tek undir orð hv. 1. þm. Rang. Að öðru leyti vil ég segja, að ég tel engan veginn nóg, að mþn. hafi með höndum rannsókn á skipun læknishéraða, heldur þarf hún að rannsaka, hvað hægt er að gera til þess að tryggja dreifbýlinu lækna. Ég hafði ætlað að gera skrifl. brtt. um það efni, en hvarf frá því, eftir að till. kom fram frá hv. 2. þm. Reykv. Þótt það sé galli, að till. er ætlað að ná yfir öll heilbrigðismál og það sé of mikið verkefni, nær hún yfir það, sem þörf er á, og getur það nægt þrátt fyrir hið víðtæka orðalag. Auk þess að athuga læknaskipunina verður að athuga læknaskort dreifbýlisins.