22.02.1945
Efri deild: 134. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1636 í B-deild Alþingistíðinda. (4542)

148. mál, dýrtíðarráðstafanir

Bjarni Benediktsson:

Ég vildi taka fram, út af því, sem hv. 1. þm. Eyf. sagði, að ég hefði ekki fundið að því, þótt embættismanni hefði verið veitt frí frá störfum um stuttan tíma, þótt með fullum launum væri, að það, sem ég hef vítt og sagt, að hv. þm. Str. hafi ekki mótmælt, er að veita embættismanni frí fra embætti í 3 ár. Það hygg ég, að sé einstæð ráðstöfun, sem sýni það, sem við þekkjum vel frá stjórnartíð framsóknarmanna, að svo er litið á, að embættin séu til fyrir þessa herra í Framsfl., en ekki fólkið í landinu. Maður þarf ekki að brýna raustina til þess að sýna fram á það.

En varðandi hv. 1. þm. Eyf. skal ég aðeins segja það, að þegar hann hefur verið staðinn að opinberum ósannindum, eins og í þessum umr., ætti hann að hafa sig hægan þann daginn a.m.k.