14.09.1944
Sameinað þing: 43. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í D-deild Alþingistíðinda. (4804)

116. mál, verðlækkun á vörum innanlands

Forseti (GSv):

Frá 1. og 2. minni hl. fjvn. hafa mér borizt vélrituð nál., sem ekki hefur unnizt tími til að prenta, en frá 3. minni hl. hefur ekki borizt nál. Nál. 1. minni hl. er á þessa leið:

„Fjárveitinganefnd hefur rætt um till. þessa, en samkomulag náðist ekki um hana í nefndinni. Undirritaður 1. minni hl. leggur til, að tillagan verði samþykkt með þessari breytingu:

Tillögugreinin orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja fram fé úr ríkissjóði til þess að halda óbreyttu verðlagi innan lands til 23. sept. 1944, að þeim degi meðtöldum, á þeim vörum, sem haldið hefur verið niðri í verði að undanförnu með ríkissjóðstillagi.

Alþingi, 14. sept. 1944.

Pétur Ottesen, form., frsm., Þorst. Þorsteinsson, Sigurður Kristjánsson, með fyrirvara, Jóhann Þ. Jósefsson.“

Þá er nál. frá 2. minni hl. fjárveitinganefndar:

„Undirritaður nefndarhluti leggur til, að þingsályktunartillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 14. sept. 1944.

Jónas Jónsson, frsm., Helgi Jónasson, fundaskr.“