01.03.1945
Neðri deild: 141. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (4984)

257. mál, veltuskattur

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. — Vegna þess að hæstv. forseti hefur tilkynnt, að vafasamt væri, að brtt. á þskj. 1225 komist að, vegna þess, hve hún er lík að efni brtt., sem borin var upp við 2. umr. og þá felld, — en hæstv. forseti hefur ekki kveðið upp úrskurð um þetta enn þá, en hefur látið þess getið, að mjög mikill vafi væri á því, að þessi brtt. komist að við atkvgr., — og þar sem hæstv. landbrh. hefur lýst því yfir við umr. um þetta mál, að hann muni nota þá heimild, sem gefin er samkvæmt 10. gr. frv., og undanskilja landbúnaðarvörur frá veltuskatti í smásölu og heildsölu, ef það kemur í ljós, að skatturinn hefur áhrif á útborgað verð til bænda, þykir flm. brtt. á þskj. 1225, en hún miðar að því að gera landbúnaðarvörur undanþegnar veltuskatti, ekki ástæða til að láta hana koma til atkvæða og taka því brtt. aftur.