05.02.1945
Neðri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1958 í B-deild Alþingistíðinda. (5025)

254. mál, fasteignamat

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. — Fyrir nokkrum dögum var umr. um þetta mál frestað og óskað eftir því, að fjhn. athugaði brtt. á þskj. 934, frá hv. þm. V.-Húnv. — Meiri hl. n. hefur ekki orðið sammála um þessar brtt., en gengur inn á d-lið 1. brtt, og 2. brtt.

Þá hefur meiri hl. n., í samráði við hæstv. fjmrh., flutt brtt. á þskj. 1016 um, að fyrri aðalmálsgr. 10. gr. skuli orða svo: „Fjármálaráðuneytið getur að fengnum nýjum upplýsingum breytt aukamati innan hálfs árs, frá því að það hefur verið tilkynnt eiganda.“

Ég get ekki verið hv. þm. V.-Húnv. sammála um fyrstu brtt. hans varðandi ýmis mannvirki, sem þar koma til greina, svo sem íbúðarhús, og gegnir þar allt öðru máli en með útihús o. fl. Ég get ekki fallizt á, þegar um slík mannvirki er að ræða, að byggt verði á brunabótamati, sem má áfrýja. Og álft ég, að það sé aðeins í verkaumdæmi fjmrn. að ákveða fasteignamat húsa samkvæmt lýsingu matsmanna í samræmi við gildandi fasteignamat sams konar bygginga. — Ég tel svo ekki þörf á að fara fleiri orðum um þetta.