16.02.1945
Sameinað þing: 95. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í D-deild Alþingistíðinda. (5826)

284. mál, leiga á færeyskum skipum o.fl.

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. — Um leið og þessari umr. lýkur, vil ég aðeins minna á það, að ég hef tekið fram, að ég mundi greiða atkv. á móti skrifl. brtt., sem rætt hefur verið um, um leið og ég lýsi yfir, að mér er ljós þörf þeirra, sem íslenzk flutningaskip eiga, og þörfin á, að þeirra réttur sé ekki fyrir borð borinn, hvort sem miðað er við eiginhagsmuni þeirra, sem eiga skipin, eða hagsmuni þjóðarheildarinnar. Og ég vil endurtaka það, að ég hef frá því í öndverðu, að þetta mál kom til umr. hjá ríkisstj., leitazt við með mínum afskiptum af málinu að eiga hlut að því, að réttur þessara aðila væri ekki að neinu leyti fyrir borð borinn. En ég hef lýst vandkvæðum, sem geti orðið á þeirri leið.