19.10.1944
Sameinað þing: 58. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í D-deild Alþingistíðinda. (6159)

167. mál, verðlagsvísitalan

Sigurður Guðnason:

Hv. 2. þm. Rang. og h6159v. þm. V.-Sk. hafa haldið því fram, að ég teldi, að hátt kaup eingöngu væri trygging fyrir góðri afkomu. Ég álít, að það geti oft verið svo, að það sé ekki aðalatriðið, að lítið sé borgað fyrir hlutina, heldur hitt, hvað mikil afköst fáist fyrir kaupið. Þetta virðist hafa komið við þá, því að þeir hafa báðir tekið þetta sem aðalrök á móti því, sem ég sagði. En viðvíkjandi fólkinu í „bröggunum“, að það hafi komið hingað vegna þess, hvað hér er góð afkoma, þá vil ég segja það, að ég álít, að þeir menn, sem alltaf eru að öfunda fólkið hér á mölinni, mundu ekki öfunda það, ef þeir yrðu að búa við sömu kjör og það. Hitt er annað mál, að verkamenn hafa samið við atvinnurekendur um kaup og kjör, um þau kjör, sem þeir hafa komizt að samkomulagi um. En sveitamenn hafa hins vegar aldrei samið við þessa verkamenn. Þó að það hafi komizt til tals hjá Alþýðusambandinu og Búnaðarfélaginu að semja um kaup og kjör í sveitavinnu, þá hafa fulltrúar bænda aldrei verið tilbúnir til að semja við verkamenn. Hv. þm. V.-Sk. sagði, að neytendur borguðu ekki einu sinni þær vörur, sem þeir fengju sjálfir. En mig langar til að spyrja. Eftir afurðasölul. er ákveðið, að nýmjólk, hvort sem hún er seld, geti borgað hlutföllin í þeirri mjólk, sem unnin er, og hvert smjörpund, sem framleiðendur flytja heim til sín. Þetta er sama sem það, að neytendur hér í Reykjavík borgi hluta úr því, sem framleiðendur sjálfir nota. Ég er því tilbúinn að greiða atkv. með því, að afurðasölul. verði lögð niður, svo að framleiðendur verði frjálsir með þessar vörur og sjái þá, hvar þeir eru komnir.