12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (789)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Helgi Jónasson:

Herra forseti. Það er leiðinlegt að hlusta á aðdróttanir síðasta ræðumanns um, að einstakir menn og flokkar geri ekki annað en að stofna embætti. Hann er ef til vill búinn að gleyma því, að hann fór fram á það hér fyrir skömmu að stofna heila deild embætta, sem hefði kostað millj. kr. Till. hans gat bara enginn fallizt á, en þær voru viðvíkjandi landhelgisgæzlu.