12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (790)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Frsm. (Sigurður Thoroddsen):

Herra forseti. Ég vil svara fyrirspurn þeirri, sem beint var til mín áðan. Eins og ég gat um áðan, þá er þetta mál nátengt frv. um manneldisráð, og er hvort tveggja gert í samráði við háskólaráð og læknadeild háskólans, eins og sjá má af bréfi háskólaráðs um þetta efni, sem liggur frammi á lestrarsal. Mér finnst ummæli hv. þm. N.-Ísf. ekki í samræmi við framkomu hans, þegar verið var að stofna hér embætti í dauðum fræðum við háskólann, og hefði þá frekar átt við að tala um óþarfa eyðslusemi.