05.01.1945
Efri deild: 92. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 679 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

217. mál, skipun læknishéraða

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Mér virtist, þegar brtt. var samþ. við 2. umr., að athuga þyrfti þetta nánar. Ég hef nú athugað þetta, og virðist mér heppilegt að afgreiða frv. með þeirri breyt., sem samþ. var, en hún hljóðar svo:

„Við 3. gr. Greinin orðist svo: Ákvæði 1. gr. um stofnun Staðarhéraðs koma ekki til framkvæmda, fyrr en það hérað verður skipað. Síðari málsgr. 8. gr. laganna falli niður.

Legg ég því til. að frv. verði samþ. svo breytt.