26.04.1946
Neðri deild: 123. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2165 í B-deild Alþingistíðinda. (119)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Ummæli hv. 2. þm. S.-M. sanna ekkert annað en það, hve hann tekur nærri sér að hnoða því saman, sem hann ætlar að segja við þessar útvarpsumræður, fyrst hann álítur, að ég geti ekki setið hér og brosað að honum nema ég sé búinn að semja mína ræðu. Það er rétt, að ég er hér ekki alltaf viðstaddur, en ef hægt er að afgreiða stórmál án þess að ég sé viðstaddur, þá getur hv. 2. þm. S.-M. verið viss um, að takast má að afgreiða þetta mál, þegar tími er til kominn, án hans aðstoðar.