13.12.1945
Efri deild: 48. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

78. mál, aðstoðarlán til síldarútvegsmanna 1945

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil aðeins leyfa mér að vekja athygli á því, að það stendur hvergi beinlínis í þessu frv., að. lánin skuli veitt vegna tapa á síldveiðunum 1945 og með hliðsjón af því tapi. Hins vegar ber grg. þessa frv. það greinilega með sér. Mér virðist, að þetta hefði legið ljóst fyrir, ef í 4. gr. hefði verið sagt, að n. teldi, að vegna tapa á síldveiðunum 1945 skyldi þetta gert. Þetta stendur ekki í frv. Ég er ekki viðbúinn að flytja brtt. nú, en vildi láta mér nægja að þessu sinni að spyrja hv. frsm., hvort það sé ekki tvímælalaust skoðun n. í þessu efni, að lánin skuli eingöngu veitt vegna tapa á síldarútgerð 1945 og til þess að afstýra erfiðleikum, sem þau töp mundu valda. Ég óska eftir að fá skýringu hv. frsm. um þetta atriði.