17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 968 í B-deild Alþingistíðinda. (1516)

148. mál, nýbyggingarráð

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Á þessu þskj., sem hér liggur fyrir, stendur, að þetta mál sé flutt af fjhn. þessarar d. Mér kom það nokkuð ókunnuglega fyrir sjónir, þegar ég sá þetta, því að um flutning málsins hafði ekki verið rætt við mig, þó að ég eigi sæti í þeirri n. Ég er út af fyrir sig ekki að finna svo mikið að því, vegna þess að í grg. frv. stendur, að nefndarmenn séu óbundnir um afstöðu til frv. Er því ekki stór skaði skeður, þó að þetta hafi ekki verið tekið fyrir á fundi, en af því að mér er málið ókunnugt og ég hef ekki lesið grg., sem því fylgir, ætla ég ekki að ræða það frekar við þessa umr., en e. t. v. verður ástæða til þess við 2. umr.