17.10.1945
Efri deild: 8. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

23. mál, byggingar- og landnámssjóður

Flm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Flm. það, sem hér liggur fyrir til umr., er að vísu ekki stór lagabreyt., en efni þess er það að nema úr gildi nokkur ákvæði, sem enn hefur verið haldið og eru orðin eftirlegukindur við ákvæði um byggingarstyrk til sveitabæja. Þegar þau l. voru að nokkru leyti tekin upp í byggingar- og landnámssjóðsl., þá urðu eftir nokkur ákvæði, sem voru látin fylgja heimild um styrk úr þeim sjóði. Yfirleitt hefur lítið komið til, að gætt hafi þessara hafta, sem eru í því fólgin að banna að selja jarðir, sem hafa fengið styrk úr byggingarsjóði, fyrir hærra verð en fasteignamatsverð. Einnig varð að fá leyfi sjóðsstjórnar til þess að selja jörð. Þetta ákvæði mun líka hafa verið lítið eða ekkert haldið við sölu og er þetta því hálfdauður bókstafur og ekki nema til erfiðleika fyrir þá, sem vilja láta jarðirnar af hendi eða selja þær. Því er farið fram á í þessu frv., að þessu ákvæði verði breytt og það fellt niður. Ég get verið fáorður um þetta atriði, því að það hefur verið rætt í hv. d. og hv. þdm, hafa fylgzt vel með því, hvað hér hefur verið rætt.

Ég vil svo að endingu óska þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og landbn.