20.02.1946
Efri deild: 68. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1160 í B-deild Alþingistíðinda. (1965)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég get ekki viðurkennt, að það eigi að vera á valdi eða komið undir vilja form. viðkomandi n., hvort málið á að fara til n. eða ekki. Ég tel, að hæstv. forseti hefði átt að bera upp till. hv. þm. S.-Þ., og vil ég vísa til 16. gr. þingskapa þessu viðvíkjandi. Mér kemur og á óvart hollusta hæstv. forseta við hv. form. menntmn. — Þá vil ég spyrja, hvort þetta mál hafi fengið löglega meðferð og hvort ekki sé ástæða til, að forseti skerist í leikinn um meðferð þess.

Varðandi efni þessa frv. vil ég segja það, að mér virðist erfitt að taka afstöðu til þess, fyrr en öll hliðstæð frv. eru fram komin. Ég er hvergi nærri samþykkur öllu, sem hv. þm. S.-Þ. sagði um þetta mál, en hins vegar held ég, að ekkert væri á móti því, að n. fengi þetta til frekari athugunar.