19.03.1946
Neðri deild: 90. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Bjarni Ásgeirsson:

Ég á hér brtt. í þskj. 570 um það að færa Borgarneshöfn á milli flokka, þannig að hafnargerð þar skuli njóta helmings framlags, í samræmi við hafnarl. Borgarness eins og þau eru nú. Þetta hlutfall hefur verið í 1. frá upphafi, en með þessu frv. er þessu kippt aftur og ákveðið lægra framlag. Mér þótti rétt að vekja athygli á þessu, því að þetta mun hafa verið sett svona í frv. af vangá. Ég mun nú óska þess, að þessi brtt. verði ekki borin upp við þessa umr., til þess að hv. n. gefist kostur á að fá hana til athugunar á milli umr. og segja álit sitt um hana, en ég vildi lýsa henni þegar.