13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1368 í B-deild Alþingistíðinda. (2301)

149. mál, virkjun Sogsins

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Ég sé, að hv. Ed. hefur breytt þessu frv. lítils háttar. Ég hélt þó, að þess hefði ekki verið þörf, svo framarlega sem fyrir mönnum vakir að gera heldur gagn en ógagn með breyt. Breyt., sem hér var gerð á frv., var um að gera aðeins auðveldara fyrir ríkið að verða þátttakandi í þessu mannvirki, en, með þeirri breyt., sem Ed. gerði á frv., er þetta a. m. k. nokkuð torveldað, svo að ekki sé meira sagt. Ég á því ekki annan kost en leggja fram skriflega brtt. um að færa frv. til hins fyrra horfs. Ég vildi vænta þess, að hv. Nd. standi fast við þá samþykkt, sem hún áður hefur gert í þessu máli. — Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um málið, en mun afhenda hæstv. forseta brtt. mína.