13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (2321)

149. mál, virkjun Sogsins

Samgmrh. (Emil Jónsson).:

Ég dreg í efa, að ég eigi skilið það fallega viðurnefni, reikningsglöggur og skýr. Ég fæ ekki skilið það, sem hv. þm. sagði, og þykir mér það leiðinlegt. En mér skilst, að þessi upphæð, sem kann að hafa safnazt í varasjóð, og ef fleiri aðilar en Reykjavíkurbær gerast meðeigendur að virkjuninni, að hann skiptist þarna í tvo hluti í réttum hlutföllum við það, sem Reykjavík annars vegar og allir aðrir héraðsbúar hins vegar hafa lagt í sjóðinn, og ríkissjóður komi þarna fram sem nokkurs konar umboðsmaður fyrir þessa aðila utan Reykjavíkur og þeir í gegnum hann njóti þessa sjóðs í hlutfalli við það, sem þeir hafa lagt fram. Að öðru leyti skal ég ekki ræða þetta frekar.