11.04.1946
Efri deild: 104. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1688 í B-deild Alþingistíðinda. (2470)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Guðmundur 1. Guðmundsson:

Tilefni þess, að ég kvaddi mér hljóðs, er, að ég sendi nefndinni brtt. við 4. gr. frv., en um hana gat ekki orðið samkomulag. Eins og sjá má í 4. gr. frv., þá er gert ráð fyrir, að greiddir verði 2% vextir af lánum, sem eru til 42, 60 eða 75 ára. Þetta er mjög mikil breyting frá því, sem nú er, því að vextir, munu nú vera 4% til 42 ára. Það er því sjáanlegt, að mikið ósamræmi skapast milli þeirra, sem hafa fengið lán, og þeirra, sem nú fá lán með þessum kjörum.

Á árinu 1942 var kostnaðarverð íbúðar, 4 herbergja, um 40 þús. kr. 1943 voru reist 7 hús, alls 28 íbúðir, þá var kostnaðarverð íbúðar 60 þús. kr. Nú verða íbúðir dýrari, en afborganir lægri. Það er ósamræmi, sem ekki er sanngjarnt. Ég hef borið fram till. um að láta þessi ákvæði ná til 1. jan 1943. Og er ætlunin með því að jafna þann mismun, sem skapazt hefur, og vænti ég, að deildin geti fallizt á það.