01.04.1946
Efri deild: 96. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1454 í B-deild Alþingistíðinda. (2577)

29. mál, fræðsla barna

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að spyrjast fyrir um það, hvort hæstv. menntmrh. er ekki viðstaddur þessar umr. Ég tók eftir því hér, síðast þegar þetta mál var til umr., sem er mikilsvert mál, að þá virti hann ekki hv. þd. þess að vera viðstaddur umr. um málið. Og nú óvirti hann hv. frsm. menntmn. með því að ganga út, meðan umr. áttu sér stað um málið. — Ég vildi skora á hæstv. forseta að hlutast til um það, að hæstv. menntmrh. verði nú viðstaddur þessar umr. Ég ætla að beina fyrirspurn til þess hæstv. ráðh., og tel ég þingskyldu hans að vera við, þegar slíkt mál er rætt sem þetta. Ég vil ekki halda mína ræðu fyrr en hæstv. menntmrh. gegnir þessari skyldu sinni.

(Umr. féllu niður á fundinum í nokkrar mín.)