17.04.1946
Neðri deild: 114. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1729 í B-deild Alþingistíðinda. (2652)

105. mál, íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum

Einar Olgeirsson:

Það eru aðeins nokkur orð út af því, sem hæstv. félmrh. sagði. Hann taldi víst, að hægt væri að koma á slíkum innkaupum með frjálsum samtökum. Ég held, að þetta sé ekki rétt hjá hæstv. ráðh. Það er hægt að mynda þau frjálsu samtök, en það er ekki hægt, eins og sakir standa, að tryggja þeim þennan innflutning. Það er þannig háttað með reglugerð viðskiptaráðs og starfshætti þess, að það er í rauninni ekki gert ráð fyrir nýjum aðila, þannig að þetta mundi ekki vera hægt nema því aðeins að fá nýja reglugerð eða henni breytt, og við þekkjum, hvernig er að fá breyt. á reglugerð viðskiptaráðs. Ég vænti, að hæstv. fjmrh. upplýsi okkur um það, hvort hann hefur í hyggju að gera slíkar breyt., ef myndað væri slíkt innkaupasamband, og fá því í hendur innflutninginn á því byggingarefni, sem það þyrfti. Ég held, að það sé varhugavert fyrir hæstv. dómsmrh. að álíta, að það væri víst, að hægt væri að koma slíku innkaupasambandi á með frjálsum samtökum. Ég held það sé rétt fyrir hæstv. ráðh. að athuga það, áður en hann byggir á því við afgreiðslu á þessu máli.