17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

92. mál, tekjuskattsviðauki 1945

Hallgrímur Benediktsson:

Ég vil aðeins segja örfá orð út af því, að það hefur verið misskilið, hvers vegna ég álít, að ekki verði hægt að eiga neitt á hættu um það, að þessum skatti verði haldið áfram, en er ekki alls kostar á sömu skoðun og hv. þm. V.-Húnv. (SkG) um það, að skatturinn sé reiknaður í framtíðinni á sama hátt og hann vill vera láta. Ég held, að það hafi ekki valdið neinum misskilningi eins og málið var flutt á síðasta þingi. En ég álít, að taka þurfi skattalöggjöfina til endurskoðunar. Það er á mörgum sviðum, sem löggjafinn þarf að leggja heilann í bleyti til þess að fá línurnar hlutfallslega réttar.