16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1757 í B-deild Alþingistíðinda. (2760)

172. mál, nýbyggingar í Höfðakaupstað

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég var ekkert — að tala um tryggingafrv., en ég sagðist kalla það óþinglegt, er um þingmál er samið utanþings, og svo má ekki breyta stafkrók. Ég gat þess, að hv. þm. Barð. vissi um frv., sem samið var um afgreiðslu á utanþings, og það var samið um þetta mál á milli flokka. Það er óþingleg meðferð í raun og veru, er fjórði hluti þm. fær ekki að taka þátt í afgreiðslu mála.