08.04.1946
Neðri deild: 104. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1761 í B-deild Alþingistíðinda. (2820)

159. mál, síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins

Eysteinn Jónsson:

Eins og menn muna, flutti ég brtt. við 2. umr., en tók hana aftur til 3. umr. Ég lýsti þessari brtt., sem mér virðist mjög eðlileg og sjálfsögð, við 2. umr., en flyt hana aftur nú skriflega, dálítið breytta, og tek þá jafnframt aftur till. á þskj. 467. Hún er þess efnis, að 3. gr. orðist þannig: „Stjórn S.R. skal annast um byggingu verksmiðjunnar og stjórn hennar. Nánari ákvæði um rekstur verksmiðjunnar skal setja með reglugerð.“ — Ég skal ekki fjölyrða um þetta, en vænti, að hv. dm. ljái því lið.