25.02.1946
Efri deild: 71. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1861 í B-deild Alþingistíðinda. (3073)

30. mál, gagnfræðanám

Forseti (StgrA) :

Fundartími er þrotinn, það hefur verið boðaður annar fundur kl. 4. Hv. þm. S.-Þ. hefur kvatt sér hljóðs, en hann hefur nú talað tvisvar. Getur hv. þm. ekki fallizt á að geyma ræðu sína þar til við síðari umr. ? (JJ: Nei, nei. — Menntmrh.: Hv. þm. hefur talað tvisvar, er ekki hægt að geyma þetta þar til við 2. umr.? — JJ: Það verður nóg að tala um við 2. umr.)

Samkv. þingsköpum hefur hann ekki kröfu til að tala oftar, ég get neitað hv. þm. um það á grundvelli þingskapa, og það er ekki hægt að halda þessum fundi lengur áfram. Ég gæti skorið niður umr. hjá hv. þm., en mun þó ekki gera það, en umr. um málið er frestað nú.