23.04.1946
Neðri deild: 117. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1977 í B-deild Alþingistíðinda. (3214)

139. mál, almannatryggingar

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Ég vildi aðeins geta þess út af ræðu hæstv. dómsmrh. og ummælum hans um, að Sósfl. hafi tekið þátt í samningum um þessi mál, að við ræddum um þetta mál eina kvöldstund ráðherrar frá hverjum flokki. Ég man ekki, hvort hæstv. félmrh. var viðstaddur, en þar varð samkomulag um nokkur atriði. M. a. var rætt um samkomulag, sem áður hafði verið gert milli Alþfl. og Sjálfstfl. um að draga úr útgjöldum trygginganna. En einkum var rætt um breytingu á fjölskyldubótum. Annars voru þar ekki rædd nema einstök atriði og þá ekkert um I. kaflann.