21.11.1945
Neðri deild: 36. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í C-deild Alþingistíðinda. (3847)

96. mál, landshöfn í Höfn í Hornafirði

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Ég tel enga ástæðu til þess að fara að hafa um þetta mál langar umr. nú, því að það ber ekki svo mjög mikið á milli mín og hv. flm. þessara tveggja frv., sem hér er um að ræða, hv. þm. N-Þ, og hv. 2. landsk. þm. Og ég endurtek það, að þessir staðir báðir, sem hér eru nefndir í þessum frv., hafa komið til álita sem landshafnir og munu koma til álita í því efni. Það eina, sem á veltur, er það, hvort það er heppilegt fyrir málið í heild, að þessi frv. um þessa tvo staði komi fram á þessum tíma og það sé farið að bera þá saman við og jafnvel deila sköpum með þeim og frv., sem hefur verið vel undirbúið. Það verður að sjálfsögðu bætt úr því, sem á kann að vanta um undirbúning byggingar landshafna á þessum stöðum öllum, sem milliþn. hefur nefnt í því sambandi og ég hef greint nú í umr., og kannaðir möguleikarnir, sem fyrir hendi eru til þess að þessar hafnir verði byggðar. En að fara að samþ. þessi frv. áður en þær rannsóknir liggja fyrir — ja, það má kannske segja um það eins og hv. þm. N-Þ. sagði, að það væri enginn skaði skeður, því að það verði ekki hafizt handa urri framkvæmdir fyrr en fé er veitt til þess af fjvn. og Alþ. Og það er alveg rétt. En það er nú svona, að þegar búið er að samþ. 1. af þessu tagi, þá byrjar strax næsta stig baráttunnar að útvega þetta fé, sem til vantar, — það þekkjum við allir, sem nokkuð höfum átt sæti á þingi, að fyrst kemur þetta stig, sem hv. þm. N-Þ. vill ná með samþykkt frv., sem hann flutti, og svo það næsta, sem ég gat um, — og baráttan endar svo kannske með einhverri ekki fullhugsaðri framkvæmd. Og það er aðeins þetta, sem ég teldi rétt að reyna að forðast.