17.04.1946
Neðri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í C-deild Alþingistíðinda. (3912)

96. mál, landshöfn í Höfn í Hornafirði

Sigurður Kristjánsson:

Um þetta mál höfðu ekki talað, áður en hv. þm. V.-Sk. tók til máls, aðrir en hv. 1. þm. Árn., — er hann stjórnarstuðningsmaður? — hv. þm. N.-Þ., — er hann stjórnarstuðningsmaður? En hv. þm. Borgf., er hann stjórnarstuðningsmaður? — og hv. þm. V.-Sk., — er hann stjórnarstuðningsmaður? En hv. 6. landsk. þm. talaði af hendi stjórnarliðsins, og hæstv. samgmrh. hafði svarað fyrirspurnum. Mér finnst óviðkunnanlegt, að talað sé um málæði stjórnarsinna, þegar einn maður hefur talað af hendi þeirra, en fjórir af stjórnarandstöðunni. — Svo vildi ég leiðrétta það, sem hv. þm. V.-Sk. sagði um rannsókn við Dyrhólaey. Ég sagði, að ekkert hefði komið fram um þetta mál á þessu þingi frá þessum hv. þm., hann hefði ekki borið fram neina till. um það, ekki einu sinni um lendingarbætur á þessum stað. Þetta getur hv. þm. ekki hrakið með því að fara að tala um rannsóknir Þjóðverja og annarra. Ég veit, að hv. þm. er orðinn órólegur undir kosningarnar og því kemur hann með till. jafnfjarstæða sem þessa.