28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í D-deild Alþingistíðinda. (3924)

86. mál, fiskirannsóknir og fiskirækt í Hamarsfirði

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Er þetta mál var hér síðast til umr., gat ég um það, að mér þætti afgreiðsla hv. fjvn. á því einkennileg, þar sem hún vildi, að fiskimálasjóður greiddi kostnaðinn við rannsóknir þessar. Úr því að n. hefur fallizt á nauðsyn rannsóknar þessarar, finnst mér hún eigi að vera kostuð eins og aðrar fiskirannsóknir og ekki ástæða til þess, að þessi breyt. verði samþ. Það er skrýtið, að Alþ. skuli benda á að veita fé úr sjóði, sem það hefur ekkert með að gera. Sjóðurinn hefur ekki yfir nægu fé að ráða í þessu skyni, en fiskideild Atvinnudeildar háskólans hefur með svona að gera, og mundi ríkissjóður greiða þann kostnað, sem af leiðir. Ég vildi óska, að hv. þm. samþ. ekki þessa brtt., heldur till. eins og hún kom fram upphaflega.