13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í C-deild Alþingistíðinda. (3959)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Páll Þorsteinsson:

Eins og ég lýsti yfir hér í gær, þá skrifaði ég undir nál. með fyrirvara og leyfi ég mér að bera fram nokkrar brtt. Það er alllangt síðan þetta mál var lagt fyrir hv. d., og hefur n. rætt það allmikið. Meiningin er að færa yfirráðin yfir atvinnudeild háskólans úr höndum ráðherra og setja þau í hendur háskólaráðs. Jafnframt þessari breyt. er til þess ætlazt, að tekin verði upp kennsla í háskólanum fyrir kennaraefni í gagnfræðaskólum, en mikil vöntun er nú á mönnum til þeirra starfa, og er æskilegt, að háskólinn taki að sér þessa fræðslu.

Segja má, að einkum sé um tvær breyt. að ræða með þessu frv., sem eru athugaverðar. Annars vegar það, að landbúnaðardeildin er slitin úr tengslum við atvinnudeildina og lögð undir háskólann. Hins vegar er svo það, að sumir kynnu að ætla, að sú hætta væri því samfara að leggja kennsluskyldu á atvinnudeildina, að hún yrði fremur kennsludeild en rannsókna. Ég álít þetta þó ekki svo hættulegt, að ég standi á móti afgreiðslu frv. af þeim sökum. Ég hef reynt með till. mínum að samræma þau sjónarmið, sem fram hafa komið, svo að allt gæti fallið í ljúfa löð.

Aðalbrtt. mín fjallar um það, að n. þær, sem þar er lagt til að skipaðar verði, skuli gera till. um, að hvaða verkefnum skal einkum unnið á hverjum tíma í þágu atvinnuveganna. Eins og nú er, mun þetta fyrirkomulag vera haft á um störf landbúnaðardeildar, og má búast við, að svo verði áfram. Því þykir mér rétt, að hliðstæðar reglur gildi um störf hinna undirdeildanna. Ég lagði þessar till. fram í menntmn., og voru þær ræddar bar. En þótt hv. menntmn. hafi ekki viljað gera þessar till. að sínum, vænti ég, að samkomulag geti orðið um þær.

Aðalefni þessa frv. er það, að taka skal upp kennslu í ýmsum greinum náttúrufræða í atvinnudeild háskólans. Munu allir sammála um nauðsyn slíkrar kennslu, en e. t. v. skiptar skoðanir um, hvort binda skuli hana við atvinnudeildina. Ég hef haldið þeirri skoðun á lofti í menntmn., að eðlilegt væri að binda þessa kennslu við atvinnudeildina, en lögbinda það þó ekki. Nú liggur fyrir þinginu frv. um aðra stofnun, sem e. t. v. væri eðlilegra að binda þessa kennslu við, og þess vegna ekki ástæða að lögbinda neitt bar um í þessu frv.

3. og 4. brtt. miða að sama marki og 1. og 5. brtt., en í þeim felst í rauninni sama mál. Í fljótu bragði virðist hér ekki vera um stórvægilegt atriði að ræða, en það er þó svo í rauninni, og skal ég gera grein fyrir því.

Í l. þeim, sem breyta skal með þessu frv., er sagt, að atvinnudeildin skuli fá jörð til umráða í nágrenni Reykjavíkur til þess að vinna að ýmiss konar rannsóknum í þágu landbúnaðarins. í þessu augnamiði var svo jörðin Keldur keypt, og hefur þar verið starfrækt rannsóknastöð. Með þessu frv. er gert ráð fyrir þeirri breytingu, að þetta jarðnæði verði tekið frá atvinnudeildinni og lagt undir læknadeild háskólans. Ég fæ ekki séð, að nein þörf sé á þessari ráðabreytni. Hv. frsm. lét þess getið við fyrri umr., að Rockefellerstofnunin hefði sett það skilyrði, þegar veitt var fé til rannsókna í búfjársjúkdómum, að sú stofnun, sem hefði rannsóknirnar með höndum, skyldi lúta læknadeild háskólans. Nú vill svo vel til, að auðvelt mun að átta sig á því, hvort þessu er þannig varið, þar sem til mun vera bréf frá Rockefellerstofnuninni um þetta efni. Ég lít svo á, að það eitt sé gert að skilyrði, að þessi rannsóknastöð lúti yfirstjórn háskólans, og ég hef ekki enn þá heyrt nein rök, sem hagga þessari skoðun minni. Þess vegna ætla ég, að þessi breyting sé óþörf og ástæðulaus, og af þeim ástæðum legg ég tel, að umrædd grein í frv. falli burt.

Ég vil benda á, að hér er um stórt fjárhagsatriði að ræða. Ef þessi jörð er tekin af landbúnaðardeild, stendur hún slypp eftir, og verður vart hjá því komizt að bæta henni það upp. Að þessu athuguðu finnst mér einsætt. að halda skuli þeirri skipana sem verið hefur varðandi þessa jörð. Ekki ber þó að skilja mína till. svo, að ég álíti, að á Keldum sé allskostar nægilegt jarðnæði fyrir atvinnudeildina. Ég álít, að þörf væri á að bæta við það land, sem þegar er keypt, og gæti þá komið til greina að skipta jörðinni, en það hygg ég, að væri eðlilegra en fara þá leið, sem lagt er til í frv.

5. brtt. mín á bskj. 793 er við 15. brtt. n. Ég minnist þess ekki, að það atriði, sem þessi brtt. n. fjallar um, væri rætt á nefndarfundi, og kom það mér því ókunnuglega fyrir sjónir, og legg ég til, að þetta verði fellt niður.

6. brtt. mín á bskj. 793 er við 16. brtt. n. og fjallar um það, að 11. gr. l. nr. 64 1940 falli ekki niður, eins og n. leggur til. Er þetta í samræmi við það, sem talað var um í n. Ég tel sjálfsagt að þetta standi áfram í 1.

Ég hef þá gert nokkra grein fyrir brtt. þeim, sem ég flyt, og mun láta, þetta nægja.