23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 200 í D-deild Alþingistíðinda. (4191)

244. mál, endurgreiðsla á verðtolli

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason) :

Þar sem lítill tími er til að ræða þetta frv., vil ég endurtaka það, sem ég hef sagt, og ég vil benda hv. þdm. á, að það er mjög nauðsynlegt, að þetta mál verði afgr. nú. Það hefur verið undirbúið mjög vel. Ef frv. nær ekki fram að ganga, er ekki alllítil hætta á, að tilraunastöðin á Keldum fái ekki framlagið frá Rockefellerstofnuninni. Vil ég, að hv. þdm. hafi það í huga.