27.04.1946
Sameinað þing: 43. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í D-deild Alþingistíðinda. (4265)

228. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Pétur Ottesen:

Þegar núverandi samsteypustjórn var mynduð, lýsti ég yfir því, að ég væri ekki stuðningsmaður hennar. Þetta er óbreytt og sízt nær því en áður, meðal annars vegna stuðnings stj. við breyt. á l. um búnaðarmálasjóð, sem nú hafa verið samþ. og ég skoða sem ósvífna árás á búnaðarþing og Búnaðarfélag Íslands. Em þar sem ég tel fullvíst, að ekki sé unnt, eins og komið er, að fá þær breyt. á ríkisstj., sem ég óska, þá tek ég ekki þátt í atkvgr. og greiði því ekki atkv.