07.02.1946
Sameinað þing: 25. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 411 í D-deild Alþingistíðinda. (4457)

103. mál, húsaleiga

Flm. (Hermann Jónasson) :

Ég tek það fram, að náttúrlega er hv. þm. vorkunn, að ummælin voru ekki dæmd dauð og ómerk, því að það var farið með það mál ekki eftir meiðyrðalöggjöfinni, heldur voru þau svo gróf, að það var farið með þetta mál samkv. hegningarlöggjöfinni. Þess vegna er ekki von. að hann fari þar rétt með, það er bara vanþekking. Hitt getur sýnt hv. þingmönnum skemmtilegt dæmi, að hann lætur sér detta í hug, þegar búið er að leiða 5–6 vitni í málinu, að hann geti látið vitna á móti, til þess að segja hinn ljúga, vitnisburðum, sem einhverjir þekktustu menn á Vestfjörðum hafa borið. Hann heldur, að hann geti bara vitnað þar á móti. Vill hv. þm. hafa sig til þess að lýsa því yfir, að þessi vitni, 5–6 menn, hafi framið stærsta glæp, sem yfirleitt er hægt að fremja, meinsæri ? Hv. þm. ætti ekki að tala meira um þá hluti, enginn þm. ætti að láta svona lagað út úr sér, að 5–6 menn hafi svarið rangan eið. Það er áreiðanlegt, að hv. þm. veit oft ekki, hvað hann er að segja. Hann segir, að ég hafi verið hrópaður niður á þrem fundum, sem aldrei kom fyrir. Það var aldrei minnzt á þetta mái nema á einum fundi, í Tálknafirðinum, þar sem ég var spurður eftir málinu, vegna þess að þar gerðist það. Svo kemur þessi hv. þm. og segir, að Hermann hafi verið hrópaður út af því hann hafi talað um það á þessum stöðum. Hv. þm. væri ekki vanþörf á því að fara í skóla til að læra að vera ekki alltaf að tala af sér.