29.04.1946
Neðri deild: 129. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 160 í C-deild Alþingistíðinda. (4537)

50. mál, ríkisborgararéttur

Sigurður Kristjánsson:

Það er vitað, að meiri hl. Alþingis er með því, að öllum þeim mönnum, sem hér um ræðir, verði veittur ríkisborgararéttur. En nú hefur hv. Ed. neitað þingmeirihlutanum um þann rétt sinn að fé, málið í sameinað þing með því að loka deildinni. Ég álít, að hv. Ed. hafi með þessu brotið stjórnskipunarlög landsins og tel, að samþykkt þessarar brtt. veiti henni nokkra og verðuga áminningu, og segi því já.