26.11.1945
Neðri deild: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (4676)

101. mál, lax- og silungsveiði

Jörundur Brynjólfsson:

Mér þykir vænt um að heyra, að hæstv. landbrh. er á þeirri skoðun, að svo verði að ganga frá þessum málum, að tryggt sé, að stofninn skerðist ekki. Síðan laxveiðilögin voru sett, hefur skilningur manna aukizt, og sums staðar hafa menn komið á fót félagsveiði. Þannig er það t. d. í minni sveit. Hæstv. ráðh. minntist á netaveiði í bergvatnsám, en ég held, að þar sé ekki leyfð netaveiði, nema í klak.

Hv. þm. Mýr. vildi láta líta svo út, að í þeim löndum, þar sem netaveiðin hefur reynzt hættuleg, hafi verið veitt úti í sjó. Ég geri ráð fyrir, að þetta sé rétt, en þar hefur þá líka þessi veiði í sjó eyðilagt laxagengdina, og er það ekki gott fordæmi. Ég ætla svo ekki að reyna meir á þolinmæði hæstv. forseta.