26.04.1946
Neðri deild: 122. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í C-deild Alþingistíðinda. (4875)

239. mál, lántaka til hafnarframkvæmda

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég skal ekki vera langorður. Sterk rök hafa verið færð fyrir því, að nauðsyn beri að hefjast handa um miklu meiri hafnarframkvæmdir en verið hefur. Þar sem nú er komið mjög nærri þingslitum, þá mundi þetta mál ekki fá afgreiðslu, ef það færi til nefndar. Hins vegar getur nefndin athugað málið milli umræðna án þess að gefa út um það sérstakt nál. Þar sem málið er mjög einfalt, en hins vegar þjóðarnauðsyn, finnst mér rétt að veita afbrigði frá venjulegum gangi mála og láta þetta mál fara í gegn án þess að ganga til nefndar.