11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í D-deild Alþingistíðinda. (5231)

154. mál, rafveitulán fyrir Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Sandvíkurhreppa

Flm. (Eiríkur Einarsson) :

Herra forseti. Ég skil afstöðu hæstv. ráðh., og það er rétt og satt, að ef almenna frv. verður samþ., þá er svona till. óþörf, og vildi ég vona, að svo yrði. En það er stórt mál og getur gengið seint, en hlutaðeigendur telja þetta mjög aðkallandi, og er því allur dráttur á því óheppilegur, teldi ég því æskilegt, að till. yrði afgr., þar eð hún yrði fyrri en heill lagabálkur, en ég álít hins vegar, að hún geti aldrei orðið til skaða, og af þeirri ástæðu gerir ekkert til, þó að hún yrði samþ., og hún yrði a. m. k. aldrei verri en óþörf. Ég vildi nú skjóta þessu til hæstv. ráðh.