28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í D-deild Alþingistíðinda. (5317)

208. mál, björgunarskúta Vestfjarða

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson) :

Eins og fylgiskjal ber með sér, hef ég fyrir hönd ríkisstj. gert samning um framkvæmd þessa máls, og er ríkisstj. bundin af þeim samningi. Hins vegar leit ég svo á, að ekki þyrfti þál. um þetta mál. Framkvæmdir hafa dregizt vegna þess, að þau skip, sem keypt voru, reyndust ekki nothæf. Hv. flm., kom að máli við mig áður en hann lagði fram þessa till., og sagði ég honum, að ef heimildar þyrfti við í þessu máli, þá ætli ég að leita hennar en ég liti svo á, að hennar þyrfti ekki. Enn fremur get ég upplýst það hér, að ég hef sent fjvn. till. varðandi strandgæzlu og björgunarmál og óskað eftir áliti n., en þetta mál er þar einn liður. Þess vegna lít ég svo á, að þessi till. sé óþörf.